Postby dorwai » 25 Jun 2015, 07:21
Hafði nú samband við ION um daginn því ég hafði ætlað að kíkja í haustveiðina þar eins og í fyrra.
Það var hinsvegar komin 300% hækkun á veiðileyfi hjá þeim milli ára - fór úr 5000kr fyrir stöngina í 20000kr milli ára fyrir veiði í ágúst. Ath að í ágúst er ekki svona mikil veiði eins og búið er að vera í vor. Það var til að mynda enginn fiskur utan nokkrar bleikjur í Þorsteinsvíkinni í ágúst í fyrra þegar við fórum.
Vorveiðin heyrði ég að hefði hækkað skyndilega úr 25000kr dagurinn í 45000kr - eftir að fór að veiðast.
... ég veit það ekki ... kannski er þessi 300% hækkun leyfa réttlætanleg, en kannski er þetta bara íslenska græðgismenningin í hnotskurn - við erum eflaust bestir í heimi í henni, eins og svo mörgu öðru.