Opinn fyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl kl 13

Hér verur póstað almennu efni um Veiðivefinn.
admin
Site Admin
Posts: 17
Joined: 03 Feb 2015, 20:07

Opinn fyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl kl 13

Postby admin » 15 Apr 2015, 08:55

Opinn fyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl kl 13 í húsakynnum
Veiðimálastofnunar Árleyni 22 (Keldnaholti).

Leyndardómur um ferðir laxins í sjónum afhjúpaður
Nýlega birtist grein í vísindaritinu Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences sem
fjallar um tímamótarannsóknir Veiðimálastofnunar á ferðum lax í hafinu.

Greinin ber heitið Marine feeding areas and vertical movements of Atlantic salmon (Salmo
salar L.) as inferred from recoveries of Data Storage Tags
og höfundar eru Sigurður Guðjónsson, Sigurður M. Einarsson, Ingi R. Jónsson, Jóhannes Guðbrandsson
Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences,
http://www.nrcresearchpress.com/doi/abs/10.1139/cjfas-
2014-0562#.VSzcwU1yamQ

Í fyrirlestrinum verður farið yfir efni greinarinnar og þær rannsóknir sem þar liggja að baki. Í
greininni segir frá rannsóknum Veiðimálastofnunar á ferðum laxa í sjó. Gönguseiðum var
sleppt í Kiðafellsá í Kjós vorin 2005 og 2006 og voru seiðin merkt með mælimerkjum sem
komið var fyrir í kviðarholi seiðanna. Þrjúhundruð seiði voru merkt hvort ár. Mælimerkin
voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og mældu hita og dýpi á
klukkustundar fresti. Fimm laxar endurheimtust úr sleppingunni 2005 og 2 laxar úr
sleppingunni 2006. Allir dvöldu laxarnir 1 ár í sjó. Aldrei áður hefur öll sjávardvöl laxa verið
kortlögð. Niðurstöður sýndu að laxinn dveldi í uppsjónum nærri yfirborði en hélt sig á meira
dýpi á daginn. Þegar líða tók á sjávardvölina tók laxinn stuttar en djúpar dýfur væntanlega til
að elta bráð. Með því að bera saman hita mældan af mælimerktum laxi og gögn um
yfirborðssjávarhita mældan með gervitunglum kemur í ljós að laxinn dvelur mögulega á
ákveðnu belti sem gengur þvert yfir Norður-Atlantshafið frá suðvestri til norðausturs um
Ísland. Með því að skoða dæguratferli laxana er hægt að reikna sólarhádegi (miðja
dvalarinnar á meira dýpi á daginn). Þar með er hægt að áætla staðsetningu þeirra með enn
meiri nákvæmni. Með líkani (Hidden Markov líkani) þar sem þessir þættir eru skoðaðir
saman er hægt að sýna þann feril sem laxinn fer í sjónum. Í ljós kom að laxarnir sem fóru úr
Kiðafellsá héldu sig í byrjun sjávardvalarinnar fyrir vestan og svo suðvestan við Ísland. Um
haustið fóru laxarnir í austur sunnan við Ísland langleiðina til Færeyja en snéru svo við og
dvöldu það sem eftir lifði vetrar suðvestur af Íslandi uns þeir héldu af stað heim á leið í
Kiðafellsá. Seinna árið voru laxarnir sunnar en það fyrra en einnig var munur á atferli
einstaklinga. Þetta sýnir að lax dvelur á slóðum þar sem vænta má mikillar fæðu og er við
tiltölulega háan sjávarhita (8-10 o
C um veturinn) sem nauðsynlegur er til hraðs vaxtar.
Þegar vitað er hvar laxinn heldur sig á hverjum tíma er hægt að skoða betur
umhverfisaðstæður á þeim slóðum og finna skýringar á mismunandi góðum vexti og afföllum
laxins milli ára. Mikilvægt er að þær rannsóknir getir hafist sem fyrst ekki síst í ljósi mikilla
sveiflna í laxgengd og þar með laxveiði á síðustu árum til að skilja þær og ráða í hvers er að
vænta í framtíðinni. Þá er mikilvægt að gera rannsókn á sjávardvöl lax á Norðurlandi auk þess
að endurtaka rannsóknina sunnanlands.

Return to “Almennt”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron