Page 1 of 1

Breytingar á Veiðivefnum

Posted: 20 Feb 2015, 23:47
by admin
Kæru félagar,

nú er komið að því að fara í breytingar á vefnum eftir ýmsar hrakfarir undanfarinna ára. Eftir þessar ýmsu hrakfarir þar sem ákveðið var að fara í mikla vinnu við að uppfæra, breyta og bæta enda löngu komin tími á þá lagðist vefurinn nánast í dvala af stjórnendum.

Ákveðið hefur verið að loka gamla vefnum, en samt gera hann aðgengilegan til upplettinga þar sem löng og góð saga liggur þar.

Oft á ári er haft samband við Veiði.is og vilja hinir ýmsu aðilar athuga með að kaupa lénið og á tímabili varð sú hugsun næstum að veruleika, en náði aldrei lengra en það vegna þess að vefurinn hefur alltaf verið frjáls og óháður vettvangur veiðifólks til að tjá sig og leita eftir upplýsingum frá öðrum.

Vefurinn er fyrst settur á laggirnar sem undirsíða hjá simnet.is árið 1995, en lénið veidi.is er stofnað 16. júní 1998 þar sem á þeim tíma máttu einstaklingar ekki eiga lén, aðeins fyrirtæki, félagasamtök eða áhugamannafélög og var því Félag áhugamanna um Veiðivef stofnað til að fá lénið.

Breytingar og viðbætur munu verða á vefnum næstu vikur og mánuði þar sem stendur til að bæta við möguleikum og því sem við höfum haft og að fá fleiri möguleika inn eins og lengi stóð til er hægt að hengja myndir við pósta og margt annað.

Veiðikveðjur!

-veidi.is

Re: Breytingar á Veiðivefnum

Posted: 06 Mar 2015, 00:27
by admin
Einhver vandræði eru við að færa notendur yfir. Klárast vonandi á morgun svo menn haldi sínu notendanafni.

Fyrri vefur er aðgengilegur á http://gamli.veidi.is

kv, - veiði.is