Sælir veiðimenn,
Ég er að fara í veiðitúr upp á hálendið um helgina og alltaf kemur upp sama spurningin í hópum sem ég fer með. Hvernig er með laxakassa og ís? Það hefur nú alltaf reddast einhvern veginn en nú langar mig bara að athuga hvar maður getur keypt laxakassa og ís á laugardagsmorgni á höfuðborgarsvæðinu?
Eða eru menn á því að versla slíkt á föstudagssíðdegi sé bara í góðu lagi, ísinn verði ekki allur bráðnaður seinni part mánudags?