Page 1 of 1

Kvikindi í hnýtingarefninu

Posted: 20 Jan 2016, 10:59
by tha
Sælir félagar og gleðilegt nýtt veiðiár.

Ég fann litlar örsmáar pöddur á fasanafjöðrunum mínum. Líklega hefur þetta komið með peacock fjöðrunum sem ég pantaði frá Kína. Reyndar sá ég eina flugu líka sem minnti mig á "moth".

Jæja, þetta fór í frystinn og er þar enn, restin fór út á svalir og er þar enn.

Þá er spurningin hvernig meðhöndlar maður hnýtingarefnin, flest er í pokum, misvel lokuðum svo ekki víst að þetta hafi smitast.
Dugar að spreyja þetta með Rodalon eða þarf maður eitthvað annað.

Hvað segja menn, einhverjir lent í þessu?