Sunnudaginn 9. ágúst er veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá. Þá gefst ykkur tækifæri á að koma með fjölskylduna, sérstaklega yngri veiðimenn og renna fyrir fisk í ánni. Veiðidagurinn hefst kl. 07:00 og stendur til kl. 22:00 með hléi á milli kl. 13:00 - 16:00. Mjög góð veiði hefur verið í Ölfusá undanfarnar vikur og því má alveg eins búast við að fjör verði á bökkum árinnar.
Einnig er hátíðin Sumar á Selfossi í gangi og margt um að vera þar og eru nánari upplýsingar að finna hér -> http://www.arborg.is/wp-content/uploads ... agskra.pdf